Carbonara

Carbonara

  • Servings: 4-6 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Ítalíu eftir dvöl þar en hún hefur verið útfærð aðeins. Upplagt að nota eggjahvíturnar til að baka marengs.

Forvinna

Til að flýta fyrir má steikja beikonið og rífa parmesanostinn áður.

 

Hráefni

  • U.þ.b. 200 g beikon
  • 5-6 eggjarauður
  • 1,5 dl rjómi/matreiðslurjómi
  • 100 gr rifinn parmesanostur
  • 1 dl sýrður rjómi
  • Pipar
  • Smá múskat – má sleppa
  • 500 g Tagliatelle

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Beikon sett á bökunarskúffu með bökunarpappír. Steikt í ofninum í u.þ.b. 8 – 10 mínútur – passa að það brenni ekki
  3. Gott að láta beikonið heitt á eldhúspappír. Skorið í bita
  4. Eggjarauður, rjómi, parmesanostur, sýrður rjómi og pipar sett í skál og pískað
  5. Pasta soðið (nota oftast Tagliatelle eða spagetti)
  6. Hellt af pastanu og það sett í skál
  7. Eggjahrærunni hellt yfir heitt pastað og blandað saman með tveimur göfflum
  8. Beikonbitum bætt við
  9. Ágætt að láta standa í u.þ.b. 2 mínútur. Fallegt að skreyta með parmesanosti og steinselju

Geymsla

Þetta má geyma í kæli í nokkra daga.

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*