Kókosbollupavlova – klikkar ekki

Kókosbollupavlova - klikkar ekki

  • Servings: 8 - 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Hér kemur enn ein útgáfan af Pavlovu og er hún sérstaklega einföld og bráðnar í munni.  Það má auðveldlega hafa uppskriftina helmingi minni en þá er marengsinn settur í 23 – 24 cm hringlaga smelluform.

Forvinnsla

Hægt að búa botninn til nokkrum dögum áður og geyma hann í kæli eða á köldum stað.

 

Hráefni

Marengsbotn

  • 7 – 8 eggjahvítur
  • 290 g sykur
  • 2 msk maísmjöl
  • 2 tsk hvítvínsedik

Fylling

  • 5 – 7 dl rjómi
  • 6 – 8 kókosbollur (12 – 16 litlar kókosbollur)
  • Skraut: Ferskir ávextir eins og jarðarber, ástaraldin, granatepli eða bara það sem hverjum og einum finnst best.  Fallegt að skreyta með ferskri myntu

Verklýsing

Marengsbotn

  1. Ofninn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
  3. Helmingnum af sykrinum bætt út í smám saman og marengs þeyttur í stífa toppa
  4. Hinn helmingurinn af sykrinum hristur með maísmjölinu og hrært út í með sleikju þar til blandan er slétt
  5. Ediki bætt í síðast – blandað varlega saman
  6. Hellt í 24 x 35 cm smelluform með bökunarpappír á botninum og sett á grind í ofninum
  7. Eftir 10 mínútur er hitinn lækkaður í 120°C
  8. Bakað í 1 klst. og látið standa í ofninum yfir nótt

Samsetning

  1. Rjómi þeyttur og kókosbollum bætt við – blandað saman með sleikju
  2. Marengsbotninn settur á kökudisk og fyllingin sett ofan á
  3. Kakan skreytt t.d. með ferskum ávöxum, berjum og myntu

 

2 Comments

  1. Sæl Hanna. Hvenær skreytir þú hana fyrir serveringu

    • Sæl Ásta,
      Bara með fullt af ávöxtum eins og t.d. jarðarberjum. vínberjum (skorin í tvennt), granatepli, kiwi eða bara það sem þér dettur í hug 🙂
      Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*