Súkkulaðiskógarterta úr æskunni

Schwarzwaldterta

  • Servings: 6-8 manns
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ein af þeim kökuuppskriftum sem mamma tók með sér frá Svíþjóð forðum daga var hin þýskættaða Schwarzwaldsterta og hefur hún bakað hana í gegnum tíðina.  Í minningunni þótti mér mikið koma til þessarar súkkulaðiskógartertu.  Tertan er bæði góð og falleg á borði og ekki spillir fyrir að .

Forvinna

Hnetubotnana er hægt að gera nokkrum dögum áður og geyma í kæli.

Hráefni

Hnetubotnar:

  • 3 dl heslihnetur
  • 2½ dl flórsykur
  • 3-4 eggjahvítur

Fylling og samsetning:

  • 5 dl rjómi
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2-3 msk sherrý
  • 100 g suðusúkkulaði
  • Kakó

Verklýsing

Hnetubotnar:

  1. Heslihnetur afhýddar með því að setja þær inn í 220°C heitan ofn. Þegar hýðið fer að losna eru þær settar í klút og það nuddað af
  2. Hneturnar malaðar eða rifnar og blandað saman við flórsykurinn
  3. Eggjahvítur þeyttar vel og hnetublöndunni blandað varlega saman við með sleikju
  4. Hringlaga botn, þvermál ca. 25 cm, er teiknaður á bökunarpappír. 3-4 botnar
  5. Strokið er með köldu smjöri á pappírinn og blöndunni síðan smurt á botnana eða sett í rjómasprautu og sprautað á
  6. Bakað við 150°C í 12-15 mínútur

Fylling og samsetning:

  1. Rjómi og vanillusykur þeytt saman
  2. Blandan er sett á milli botnanna og ofan á, sherrýinu dreift með skeið á botnana jafnóðum
  3. Rjóma er einnig smurt á kant tertunnar
  4. Plast breitt yfir og látið standa í ísskáp í nokkra tíma eða yfir nótt
  5. Suðusúkkulaði er brætt við vægan hita í vatnsbaði og síðan smurt á bökunarpappír
  6. Sett í ísskáp í 5-10 mínutur – þá er hægt að skera tígla í súkkulaðið
  7. Sett aftur í ísskáp og látið kólna vel og harðna
  8. Tíglunum er raðað ofan á tertuna og allt í kring. Kakó sigtað yfir

Geymsla

Það er gott að láta kökuna standa yfir nótt til að sherrýið nái að bleyta aðeins botnana. Kakan geymist í nokkra daga í kæli.

svartlei

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*