Nautagúllas – gott á köldum vetrardegi

Nautagúllas – gott á köldum vetrardegi

  • Servings: 3-4
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þennan rétt fékk ég oft þegar ég var lítil. Mér þótti hann mjög góður og ákvað því að dusta rykið af uppskriftinni. Rétturinn féll vel í kramið – að vísu voru ekki allir sammála um hvort sósan væri of þunn.  Hebu þykir gott að hafa hana þannig og minnir rétturinn þá á gúllassúpu. Mér finnst frábært að bjóða upp á heimagerða kartöflustöppu með og þá er einmitt gott að hafa sósuna þunna.  Karlpeningurinn á heimilinu er meira fyrir þykka sósu en þá er bara að þykkja hana með sósuþykkni.  Hvort sem sósan er þunn eða þykk er óhætt að segja að hér sé um barnvænan rétt að ræða.

Hráefni

  • 500 g nautagúllas
  • ½ lítri vatn
  • 1 – 2 lárviðarlauf
  • ½ dl tómatpúrra
  • 1½ dl rauðvín
  • ½ msk nautakraftur
  • 4 gulrætur – skornar í sneiðar
  • 1 rauðlaukur – smátt saxaður
  • 5 kartöflur – skornar í bita (sleppt ef kartöflumús er höfð með)
  • ½ tsk hvítlaukssalt
  • ½ tsk soyasósa
  • Salt og pipar
  • 2½ – 3 dl matreiðslurjómi

Verklýsing

Marinering

  1. Kjötbitar steiktir á þurri heitri pönnu (má setja aðeins af  olíu) – gott að hita pönnuna vel og steikja snökkt á háum hita til að fá fallegan lit á bitana – passa samt að brenna ekki.  Kjötbitarnir settir í pott, vatni hellt yfir og lárviðarlauf sett út í – látið malla í 30 mínútur
  2. Tómatpúrru og rauðvíni bætt í pottinn ásamt gulrótum, lauki, nautakrafti og kryddi.  Ef kartöflur eru notaðar þá fara þær einnig í pottinn
  3. Í lokin er matreiðslurjóma hellt yfir og látið malla í u.þ.b. 15 mínútur.  Fyrir þá sem finnst sósan of þunn má bæta 1 – 2 msk sósuþykkni við. Þá er mikilvægt að láta suðuna koma upp fyrst svo að sósan þykkni

Hér er ég með tvöfalda uppskrift

Eftir að kjötið er komið í pottinn helli ég aðeins af vatni á pönnuna – læt sjóða smá stund og helli því svo í pottinn.  Sleppi þessu ef kjötið hefur brunnið eitthvað

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*