Gráðostabaka með spínati

Gráðostabaka

  • Servings: 4-6 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu.

Forvinna

Gráðostabökuna er hægt að gera fyrr um daginn og velgja í ofni eða örbylgjuofni áður en hún er borin fram.

Hráefni

Botn

  • 250 g hveiti
  • 150 g mjúkt smjör
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk basil
  • 4 msk vatn

Fylling

  • 450 g spínat
  • 200 g gráðostur
  • 4 egg
  • 2½ dl rjómi
  • 1 tsk svartur pipar
  • 100 g furuhnetur

Verklýsing

Botn

  1. Öllu hráefni hnoðað saman og geymt smástund í kæli
  2. Flatt út í pæform og pikkað í botninn

Fylling

  1. Ofninn hitaður í 200°C (blástur með undirhita eða bara blástur)
  2. Spínat látið þiðna, kreist og sett á botninn
  3. Gráðostur mulinn ofan á
  4. Egg, rjómi og svartur pipar þeytt saman
  5. Furuhnetum stráð yfir
  6. Bakað í ca. 40 mínútur

Meðlæti

Ferskt salat.

Geymsla

Bakan geymist í kæli og er hinn besti matur daginn eftir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*