Frábær blómkálspizza – fljótleg og sérstaklega góð

Frábær blómkálspizza – fljótleg og sérstaklega góð

  • Servings: 2 pizzur - fyrir 2
  • Difficulty: einfalt
  • Print

Uppruni

Sá þessa uppskrift að blómkálspizzu í erlendu tímariti. Fannst hún spennandi en hún er svo miklu meira en það – þessi pizza er sérstaklega bragðgóð, fljótleg og það kom skemmtilega á óvart að hún er líka barnvæn. Unga fólkinu fannst hún mjög góð.

Hráefni

Pizzubotnar

  • 500 – 600 g ferskt blómkál
  • 1 tsk gróft salt
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 msk husk (má einnig nota innihald úr 2 hylkjum – þessu má sleppa)
  • 1 egg
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk Italian seasoning
  • Svartur pipar
  • 1 msk olía – til penslunar (má sleppa)

Ofan á – frjálst val – hugmyndir 

  • Rifinn ostur
  • 1 – 1½ dl pizzusósa – Heimagerð pizzusósa
  • Mosarellaostur – skorinn í sneiðar
  • Salamísneiðar
  • Kapris
  • Grænt pestó
  • Rjómaostur/geitaostur
  • Fíkjur – skornar í sneiðar (á sérstaklega vel við geitaost)
  • Skraut eftir bakstur: t.d. ferskir, litlir tómatar, rifinn parmesanostur og/eða klettasalat

 

Verklýsing

Pizzubotnar

  1. Blómkál maukað mjög smátt í matvinnsluvél
  2. Salti blandað saman við og látið standa í 10 mínútur. Maukið sett í sigti, sigtipoka eða látið síast í gegnum grisju. Vökvinn undinn úr (annars verður botninn of blautur)
  3. Ofninn hitaður 225°C
  4. Allt hráefni sett í skál og blandað saman
  5. Maukinu skipt á tvo bökunarpappíra (penslað með olíu á pappírinn – ekki nauðsynlegt) og flatt út með kökukefli eða fingrunum – best að nota bökunarpappír á milli svo að klístrist sem minnst
  6. Pizzurnar bakaðar í ofninum í u.þ.b. 15 mínútur – látnar kólna
  7. Áleggið sett ofan á og bakað áfram í ofninum í 9 – 11 mínútur. Best að baka pizzurnar á grind þannig að vel lofti undir þær

 

Geymsla

Pizzurnar eru bestar nýbakaðar en þær eru líka mjög fínar daginn eftir  – hita þær aðeins.

 

 

Blómkálspizza fyrir og eftir fyrstu bökun

 

 

Hér er uppskriftin 1½ föld

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*