Eggjahræra með reyktum laxi og kapersmajónesi

Eggjahræra með reyktum laxi og kapersmajónesi

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þennan rétt finnst mér gaman að bera fram þegar við erum með ,,brunch“ – hann er bæði góður og fallegur.

 

Hráefni

  • 5 – 6 egg
  • 2 – 3 msk undarenna eða mjólk
  • Ögn af smjöri
  • 2 msk graslaukur – saxaður
  • Saltflögur
  • Pipar
  • 100 – 120 g reyktur lax – skorinn í litla bita
  • 1 – 1½ dl gúrka – kjarnhreinsuð og söxuð
  • 1 – 1½ msk saxaður skarlottulaukur eða laukur
  • 1 msk graslaukur – saxaður
  • ½ tsk sítrónubörkur – rifinn fínt

Sósa

  • ½ dl majónes
  • ½ dl sýrður rjómi
  • 2 msk kapers – saxað fínt

Verklýsing

  1. Egg, mjólk, graslaukur og salt – pískað saman
  2. Smjörið brætt og eggjablandan steikt á pönnunni – hrært í
  3. Laukur, gúrka, graslaukur og lax blandað saman í skál – dreift yfir eggjahræruna þegar hún er bökuð

Sósa

  1. Allt hráefni hrært saman.  Sósan sett á miðja eggjahræruna – ofan á laxahræruna.  Einnig er gott að bera sósuna fram með í skál

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*