Ljúffengt og fljótlegt plómupæ án hveitis

Ljúffengt og fljótlegt plómupæ án hveitis

  • Servings: 6 - 8
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni
Ég hef oft búið til ýmiskonar epla- eða berjapæ.  Mér hafði hins vegar aldrei dottið í hug að baka plómupæ fyrr en ég var með töluvert af þroskuðum plómum. Það kom skemmtilega á óvart hvað pæið var gott og einfalt – mun örugglega gera þetta aftur og set það því hér inn.

Hráefni

Fylling
• 800 g plómur (ca 600 g steinlausar)
• 2 msk púðursykur
• 1 msk kartöflumjöl
• 1 tsk vanilluduft eða 1 stk vanillustöng (fræhreinsuð)

Deig

• 100 g smjör – við stofuhita
• 1½ dl sykur
• 4 eggjarauður
• 100 g möndlumjöl
• 2 msk kartöflumjöl
• 4 eggjahvítur
• 50 g möndluflögur


Verklýsing

Fylling
1. Plómurnar steinhreinsaðar og skornar í litla bita
2. Púðursykri, vanilludufti og kartöflumjöli blandað saman við plómurnar

Deig
3. Ofninn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
4. Eggjahvítur stífþeyttar og lagðar til hliðar (má einnig gera seinna í ferlinu)
5. Smjör og sykur hrært saman þar til blandan verður létt og ljós. Eggjarauðum bætt við – einni í einu
6. Möndlumjöli og kartöflumjöli blandað saman í skál – hrært saman við deigið
7. Eggjahvítur settar að lokum varlega út í með sleikju
8. Fyllingunni dreift yfir botninn á 26 – 28 cm smurðu pæformi. Deigið sett ofan á – láta það ná yfir alla fyllinguna
9. Möndluflögum stráð yfir og bakað í 25 – 30 mínútur.  Best að bera pæið fram volgt.

Meðlæti: Ís eða þeyttur rjómi

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*