Frábært rifsberjasmjör (rifsberjacurd)

Rifsberjasmjör - gott á kökuna eða ristaða brauðið

  • Servings: /Magn: U.þ.b. 3 - 3 ½ dl
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir fyrir rifsberin.  Rifsberjasmjörið má búa til úr frosnum berjum og því upplagt að tína þau og eiga í frysti.  Rifsberjasmjörið má nota á ýmsan hátt eins og ofan á brauð, sem fyllingu í rúllutertu, ofan á marengs eða bara með kjötbollunum…. rétt eins og hverjum og einum dettur í hug.

 

Hráefni

  • 500 g rifsber – fersk eða frosin.  Leyfa stilkum og nokkrum grænjöxlum að fylgja með
  • ½ dl vatn
  • 2 dl sykur
  • 100 g smjör
  • 1 msk maizenamjöl
  • 1 msk vatn
  • 2 eggjarauður

 

Verklýsing

  1. Rifsberin soðin í ½ dl af vatni – suðan látin koma upp og látið sjóða í 5 mínútur
  2. Maukinu hellt í sigti og vökvinn látinn renna í pott
  3. Þegar allur vökvinn er kominn í pottinn (u.þ.b. 2 dl) er sykur settur út í – hrært jafnt og þétt á meðalhita. Um leið og blandan fer að sjóða er hún tekin af hellunni og látin kólna aðeins
  4. Maizenamjöli blandað saman við 1 msk af vatni – sett í pottinn og hrært í á meðan
  5. Eggjarauðurnar látnar út í og allt hitað á meðalhita – blandan látin þykkna á meðan hrært er í (má ekki bullsjóða).  Þegar hún er orðin þykk (svipuð og bearnaisesósa) er hún tekin af hitanum og smjörinu bætt við – hrært
  6. Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast vel saman við er rifsberjasmjörið sett í glerkrukku með loki og síðan í kæli.  Geymist a.m.k. í viku í kælinum – jafnvel lengur

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*