Stökkar sætkartöflufranskar að hætti Hebu

Stökkar sætkartöflufranskar að hætti Hebu

Stökkar sætkartöflufranskar að hætti Hebu

 • Servings: 4 - 5
 • Tími: 35 mínútur
 • Difficulty: meðal
 • Prenta

Uppruni

Heba á heiðurinn af þessari uppskrift og er hún sértaklega góð.  Stökkar og góðar sætar kartöflur sem klárast alltaf.

 

Hráefni

 • 1 kg sætar kartöflur – u.þ.b. 2 stk
 • 3 msk olía (má setja meira)
 • 1 hvítlauksrif
 • 1½ tsk paprikukrydd
 • 2 tsk Garlic Pepper (krydd)
 • 1 tsk salt
 • Nýmalaður pipar

 

Verklýsing

 1. Kartöflur flysjaðar og skornar niður ílangar – sjá mynd
 2. Olía sett í plastpoka/skál
 3. Hvílaukur pressaður og settur út í olíuna
 4. Krydd og salt blandað saman
 5. Kartöflubitunum hellt ofan í plastpokann/skálina – látið blandast vel saman
 6. Kryddinu bætt við og kartöflunum raðað í ofnskúffu
 7. Ofninn hitaður í 210°C (yfir- og undirhiti)
 8. Kartöflurnar bakaðar í 15 mínútur – teknar út og þeim snúið við. Settar aftur inn í 10 mínútur og þá eru þær tilbúnar – stökkar og fínar

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*