Grænmetisborgari með rauðbeðum eða gulrótum og avókadómauki

Grænmetiborgari með rauðbeðum eða gulrótum og avókadómauki

  • Servings: 4
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessa borgara hef ég búið til bæði með rauðbeðum og gulrótum.  Á heimilinu borða yngri börnin gulrótarborgarana en þeir eldri borða rauðbeðuborgarana.  Þeir sem eru ekki hrifnir af rauðbeðubragði ættu alveg að geta borðað þessa þar sem það finnst nánast ekki. Gott að eiga þessa borgara í kæli/frysti og steikja eftir hentugleikum.  Eflaust getur verið gott að steikja þá í ofni en á pönnunni verða þeir stökkir og gómsætir en um leið fitumeiri.  Brakandi góður og léttur borgari sem hægt er að mæla með.

Hráefni

Borgarar

  • 350 g rauðbeður eða gulrætur – flysjaðar/hreinsaðar og rifnar gróft
  • 1 rauðlaukur – rifinn gróft
  • 2 hvítlauksrif – pressuð eða rifin gróft
  • 1½ dl steinselja – söxuð
  • 2 dl hafragrjón
  • 2 – 3 msk hveiti
  • 2 egg
  • 1 msk sinnep (frekar gróft)
  • 1 tsk cumin
  • Salt og pipar
  • Olía til steikingar

Avókadókrem

  • 1 – 2 avókadó – mjúk
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 2 msk sýrður rjómi

Meðlæti

  • Súrdeigsbrauð eða gróft rúgbrauð
  • 1 rauðlaukur – skorinn í sneiðar
  • U.þ.b. 150 g hreinn fetaostur – mulinn
  • Sýrður rjómi eða sósa eins og sítrónujógúrt eða heimagerð piparrótarsósa
  • Klettasalat eða annað salat
  • T.d. Stökkar sætkartöflufranskar eða Bakaðar gulrætur – sértaklega með rauðbeðuborgaranum

Verklýsing

Borgarar

  1. Rauðbeður/gulrætur og rauðlaukur – rifið gróft með rifjárni. Vökvi sigtaður frá
  2. Sett í skál ásamt steinselju, hvítlauk, hafragrjónum, hveiti, eggjum, sinnepi, cumin, salti og pipar  – blandað saman. Ef blandan er of blaut má setja aðeins meira hveiti
  3. Fjórar kúlur mótaðar – gott að pressa þær í hamborgarapressu
  4. Olía sett á pönnu og borgararnir steiktir á meðalhita í 5 – 7 mínútur á hvorri hlið.  Betra að fara varlega þegar þeim er snúið við – þeir geta verið lausir í sér

Avókadómauk

  1. Avókadó skorið í tvennt, steinninn tekinn úr og hýðið tekið af. Stappað með gaffli og sítrónusafa blandað saman við ásamt sýrðum rjóma

Samsetning

  1. Brauð sett á disk, smurt með sýrðum rjóma eða einhverri sósu
  2. Salatblöð sett ofan á, þar næst borgarinn og síðan avókadómaukið
  3. Laukhringir og mulinn fetaostur koma efst

Rauðbeður kreistar

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*