Ítalskt hinberjatiramisú

Ítalskt hindberjatiramisú

  • Servings: Magn: 4 skálar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þetta hindberjatiramisu fékk ég á matreiðslunámskeiði í Flórens.  Skemmtileg tilbreyting en í þessari uppskrift er rjóma ekki bætt við ostinn eins og svo oft.  Best finnst mér að gera minn eigin mascarponeost þar sem hann er mjúkur og þægilegur að vinna með.  Tilbúinn ostur getur stundum verið svolítið harður og þá er meiri hætta á að blandan verði kekkjótt – betra að taka hann úr kæli töluvert áður en hann er notaður.

Forvinna

Rétturinn þarf að fá að taka sig a.m.k. í þrjár klukkustundir í kæli.

Hráefni

  • 2 eggjarauður +1 egg
  • 43 g flórsykur
  • 250 g mascarponeostur
  • 8 – 12 stk Lady fingers
  • Tæplega 250 g hindber.  Það má vel nota frosin hindber í maukið
  • 25 ml sautern (sætvín) eða limoncello – auk þess smá skvetta í mascarpone kremið
  • 1 msk púðursykur
  • ½ msk mynta – söxuð
  • Skraut: Mynta, bláber og hindber

Verklýsing

  1. Taka til hliðar hindber sem á að nota til skrauts – alla vega þrjú fyrir hverja skál
  2. Hindberin maukuð með gaffli og sett í sigti með skál undir sem vökvinn rennur í
  3. Hindberjamaukið (kjarnarnir – sem urðu eftir í sigtinu) er sett saman við púðursykurinn og söxuðu myntuna
  4. Hindberjasósunni (vökvinn sem rann í skálina) blandað saman við sætvínið/limoncello
  5. Eggjarauður, eggið og flórsykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós
  6. Mascarponeostinum bætt við (litlu í einu) og þeytt í eina mínútu til viðbótar (varast að þeyta of mikið en þá getur blandan orðið kekkjótt). Ögn af sætvíni/limonchello bætt við og blandað saman með sleikju
  7. Samsetning: Hægt er að setja í eina skál eða 4 eftirréttaskálar. Fyrst er sett lag í botninn með ostablöndunni. Kexi dýft ofan í hindberjasósuna og lagt ofan á ostablönduna. Á kexið er sett hindberjamauk og því næst ostablanda. Mér finnst best að setja tvær kexkökur hlið við hlið og hafa bara eitt lag af kexi.  Þeir sem vilja meira kex geta bætt einu kexi við og sett afganginn af ostablöndunni ofan á.  Þetta má vera svolítið frjálslegt. Ostablandan er alltaf efst og síðan er skreytt með hindberjum, ferskri myntu og jafnvel bláberjum
  8. Skálarnar þurfa að vera í kæli í a.m.k. 3 klukkustundir áður en rétturinn er borinn fram

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*