Einfaldur og sykurlítill eftirréttur

Einfaldur og sykurlítill eftirréttur

  • Servings: /Magn: 4 – 8 skálar (háð stærð)
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þennan eftirrétt fékk ég hjá Guðrúnu og er hann einstaklega frískandi og góður þrátt fyrir að vera tiltölulega sykurlítill. Hægt að gera nokkrar útfærslur og setja t.d. eina makkarónuköku eða mulið kex í botninn og/eða marengstopp ofan á en þá verður hann um leið töluvert sykurmeiri.

Forvinna

Hægt að setja eftirréttinn í skálar einhvað áður og geyma í kæli.

 

Hráefni

  • 3 dl rjómi
  • 2 msk hrásykur – ágætt að mylja hann aðeins í morteli
  • 3 dl skyr – hreint og ósætt
  • 1 sítróna – helst lífræn
  • Ávextir eins og t.d. jarðarber eða bara rifinn sítrónubörkur
  • Aðrar útfærslur: Mulið kex eða makkarónukökur í botninn og/eða marengstoppur ofan á

Verklýsing

  1. Rjóminn þeyttur og hrásykri bætt við
  2. Börkur af sítrónunni rifinn fínt og síðan er safinn kreistur úr – blandað saman við rjómann
  3. Skyri hrært varlega saman við
  4. Sett í skálar eða glös og skreytt með t.d. jarðarberi

 

 

h

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*