Klassísk sjónvarpskaka

Klassísk sjónvarpskaka

  • Servings: 8-10 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann Heba, dóttir mín, á netinu og breytti aðeins. Fín kaka sem kláraðist upp til agna.

Hráefni

Botn

  • 4 egg
  • 250 g sykur
  • 1 tsk vanilludropar eða Vanillu extract
  • 3 tsk lyftiduft
  • 250 g hveiti
  • 2 dl mjólk
  • 50 g smjör

Góðgæti ofan á

  • 110 g smjör
  • 160 g kókosmjöl
  • 170 g púðursykur
  • Rúmlega ½ dl mjólk

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Egg, sykur og vanilludropar þeytt saman þar til það verður létt og ljóst
  3. Hveiti og lyftiduft sigtað saman og bætt við. Hrært saman í deig
  4. Smjör brætt í potti og mjólk blandað saman við
  5. Því er bætt við deigið og hrært saman
  6. Deigið sett í ofnskúffu ( u.þ.b. 35 x 30 cm) með smjörpappír undir og bakað í 20 mínútur
  7. Góðgæti ofan á: Smjör, kókosmjöl, mjólk og púðursykur sett í pott og hitað við meðalhita í nokkrar mínútur
  8. Blöndunni dreift yfir kökuna og kakan bökuð 5 mínútur í viðbót í ofninum

Geymsla

Kakan er fín daginn eftir en samt er hún best nýbökuð.

IMG_8423

 

Útgáfa Örnu á sjónvarpskökunni – aðeins að bleikum matarlit í botninn.

IMG_4751

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*