Aspasrúllan hennar Söru

Aspasrúllan hennar Söru

  • Servings: /Magn: 1 brauðrúlla
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þennan fína rétt bjó hún Sara til og bauð okkur upp á. Góður réttur og einfaldur.

 

Hráefni

  • 1 brauðrúlla – keypt frosin
  • 1 pakki paprikusmurostur
  • 1 dós aspas
  • 5 – 10 sneiðar skinka – skornar í ferninga

Ofna á

  • U.þ.b. 1 dl Ab-mjólk/sýrður rjómi
  • Paprikuduft og/eða chilikrydd
  • Rifinn ostur

 

Verklýsing

  1. Paprikusmurostur og aspas ásamt helmingi af vatninu úr dósinni hitað saman í potti
  2. Skinkuferningum dreift ofan á brauðið og sósunni hellt yfir. Brauðinu rúllað upp og sett á bökunarplötu með smjörpappír
  3. Ofan á: Ab-mjólk/sýrðum rjóma og paprikudufti/chilikryddi blandað saman og sett ofan á brauðið. Rifnum osti stráð yfir
  4. Ofninn hitaður í 180°C og rúllan hituð í 10 -15 mínútur

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*