Hafragrautur með fræjum – ósoðinn

Hafragrautur með fræjum - ósoðinn

  • Servings: /Magn: 1 full krukka eða 2 hálfar
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þetta er góð leið til að fá sér hollan og góðan morgunmat.  Uppskriftin kemur frá Ernu en það má leika sér með hráefnið.  Ég hef t.d. bara notað möndlumjólk en einnig má nota kókosmjólk (í fernum), trönuber, smá vanilluduft eða bara það sem hvern og einn langar til. Frábært að taka með sem nesti – hálfa krukku af graut og fylla krukkuna með ávöxtum.

Forvinna

Grauturinn þarf að standa yfir nótt eða í nokkra klukkutíma.

Hráefni

Hafragrautur

  • 3 msk tröllahafrar
  • 1 msk hörfræ
  • 1 msk chiafræ
  • 1 msk sólblómafræ
  • 1 msk hnetusmjör/döðlur
  • 1 msk kókosflögur (má seppa)
  • 2 – 3 dl möndlumjólk og/eða kókosmjólk (í fernum)
  • Smá salt
  • Örlítið af kanil (má sleppa)

Ofan á

  • Rúsínur, múslí, hnetur eða möndlur – bara eftir smekk hvers og eins
  • Ávextir – niðurskornir

Verklýsing

  1. Öllu hráefni í hafragrautinn  blandað saman – látið standa yfir nótt
  2. Ávöxtum bætt við í lokin – krukkan fyllt

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*