Mjög einfalt súkkulaðikonfekt með hollustublöndu og lakkrískeimi

Mjög einfalt súkkulaðikonfekt með hollustublöndu og lakkrískeimi

  • Servings: /Magn: 14 - 18 bitar
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Ef þú vilt eiga gott með kaffinu en tíminn er takrmarkaður er þetta fín uppskrift. Einfalt og gott.

Forvinna

Þetta er hægt að útbúa eitthvað áður og geyma í kæli.

 

Hráefni

  • Rúmlega 100 g af 70% súkkulaði (betra að hafa meirihlutann 70% suðusúkkulaði)
  • U.þ.b. 40 g suðusúkkulaði
  • ½ tsk lakkrísduft (lakridspulver)
  • 1 dl sambland af hollustublöndu (hnetum, kókos og/eða fræjum) – saxað gróft
  • Lakkrísduft og saltflögur til skreytingar. Einnig má skreyta með litlum bitum af þurrkuðum ávöxtum

Verklýsing

  1. Súkkulaði brætt í skál yfir heitu vatnsbaði (skálin sett á pott með heitu vatni – ekki láta vatnið sjóða of mikið)
  2. Hollustublöndu bætt saman við súkkulaðibráðina
  3. Mótaðir litlir, hringlaga bitar á bakka með bökunarpappír – gott að nota litla skeið til þess – lögunin má vera frjáls
  4. Bakkinn settur smá stund í kæli og leyft að harðan aðeins. Áður en bitarnir verða alveg harðir er skreytt með lakkrísdufti, saltflögum og/eða ávaxtabitum. Athuga að ef duftið eða flögurnar eru settar of snemma á súkkulaðið blandast allt saman og skreytingin verður ekki eins falleg

 

 


img_1259

img_1258

img_1261



 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*