Hrákaka með karamellukeimi

Hrákaka með karamellukeimi

  • Servings: Magn: 12 - 14 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi kaka er afrakstur tilraunastarfsemi og sambland af nokkrum hrákökuuppskriftum. Hún lukkaðist vel og má leika sér að mismunandi útgáfum.  Það má t.d. sleppa því að setja súkkulaðihjúpinn efst eða sleppa niðurskornum bönunum á milli laga. Kakan er bæði góð og falleg á fati.  Athuga að hún er mjög saðsöm.

Forvinna:  Upplagt að búa þessa hráköku til nokkrum dögum áður og geyma í frysti – bara að muna að setja plast yfir hana. Hneturnar verða að liggja nokkrar klukkustundir í vatni.

 

Hráefni

Lag 1 – botn

  • 3 dl möndlur
  • 10 stk döðlur
  • 1½  dl rifinn kókos
  • 1 tsk vanilluduft
  • Tæplega 1 tsk salt
  • 2 msk appelsínusafi eða annar hreinn ávaxtasafi

 

Lag 2 – fylling           

  • 4 dl cashewhnetur (látnar liggja í bleyti yfir nótt eða nokkrar klukkustundir)
  • 2 msk hunang
  • 2 msk lucumaduft
  • 1 msk möndlusmjör
  • 1 tsk vanilluduft
  • ½ stk avokadó/lárpera
  • Ögn af saltflögum
  • 2 dl kokosolía – brædd
  • Aðeins af rifnum sítrónuberki (nota lífræna sítrónu)

 Lag 3

  • 1 stk banani

Lag 4 – karamellufylling

  • 6 döðlur
  • 1 dl vatn
  • ½ dl rifinn kókos
  • 1 msk lucamaduft
  • ½ tsk salt

 

Lag 5 – súkkulaðibráð

  • Möndlur/valhnetur – saxaðar gróft
  • Kókosflögur – t.d. ristaðar
  • 4 msk kókosolía – brædd
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk hunang

Verklýsing

Ath: óþarfi að þvo skálina í matvinnsluvélinni á milli laga

Lag 1 – botn

  1. Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað saman. Sett í 20 cm smelluform þar sem bökunarpappír er í botninum – þjappað og sett í frysti/kæli.  Ath: Kökuna má setja í stærra form en þá verður hvert lag þynnra

 

Lag 2 – fylling

  1. Cashewhneturnar látnar liggja í bleyti í vatni yfir nótt eða í nokkrar klukkustundir
  2. Vatnið látið renna af og hneturnar settar í matvinnsluvél ásamt afgangi af hráefninu (betra að setja kokosolíuna alveg í lokin) – maukað vel saman
  3. Blandan sett yfir botninn – brúnirnar látnar vera aðeins hærri þannig að í miðjunni myndist hola (þar eru bananasneiðarnar settar).  Kakan sett í frysti

 

Lag 3 – banani

  1. Banani skorinn í þunnar sneiðar og þeim raðað á miðja kökuna. Fyrir þá sem eru lítið hrifnir af bönunum má alveg sleppa þessu lagi

 

Lag 4 – karamellufylling

  1. Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað saman
  2. Smurt yfir kökuna  – sett í frysti

 

Efsta lag

  1. Möndlum/valhnetum og kókosflögum – dreift yfir kökuna
  2. Kókosolía og kakó blandað saman og hellt yfir
  3. Plastfilma sett yfir smelluformið og kakan geymd í frysti í 3 – 4 klukkustundir
  4. Best að taka kökuna út u.þ.b. 1 klukkustund áður en hún er borin fram – hún er betri þegar hún hefur aðeins þiðnað.  Fallegt að strá nokkrum saltflögum yfir

 

 

Lag 1 – botn

img_0839

 

Lag 2 – fylling

img_0838-2

Lag 3 og 4 – banani og karamellufylling

img_0487

 

Hnetum og ristuðum kókosflögum stráð yfir

img_0496

 

Efsta lagið komið á og kakan nýkomin úr frysti

img_0840

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*