Hæghefandi bjórbrauð

Hæghefandi bjórbrauð

Hæghefandi bjórbrauð

 • Servings: /Magn:1 brauð
 • Tími: 1 - 2 klukkustundir - þarf að hefast yfir nótt
 • Difficulty: auðvelt
 • Prenta

 

Uppruni

Ég hef oft bakað hæghefandi brauð en aldrei með bjór.  Eftir að ég sá uppskrift að bjórbrauði hef ég verið að prófa mig áfram með mína útgáfu.  Það er mjög einfalt að baka þetta brauð og það er alveg sértaklega gott. Ef bjór í ísskápnum er að renna út á tíma mæli ég með að leggja í þetta brauð.

Hráefni

 • 3 bollar hveiti
 • 1½ tsk salt
 • ¼ tsk ger
 • 1¼ bolli bjór (33 cl) – volgur
 • 1 msk hvítvínsedik

 

Verklýsing

 1. Þurrefnum blandað saman í stóra skál
 2. Bjór og edik bætt saman við – hrært saman. Plasfilma sett yfir skálina og látið standa yfir nótt (eða í 8 tíma – ekki þó lengur en 18 tíma)
 3. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og hnoðað aðeins (u.þ.b. 1 mínútu)
 4. Mótuð kúla með því að toga í hliðarnar og leggja yfir í miðjuna
 5. Kúlan er sett ofan í pott þar sem bökunarpappír hefur verið lagður neðst. Einnig má setja vel af olíu í pottinn.  Ath. annars festist brauðið í pottinum
 6. Plastfilma eða lok lagt yfir pottinn – láitð hefast í 1½ – 2 klukkustundir
 7. Plastið fjarlægt og skorinn kross í deigið með beittum hníf (sjá mynd)
 8. Lok sett á pottinn og ofninn stilltur á mjög háan hita, a.m.k. 250°C – bakað í 30 mínútur á meðan ofninn er að hitna
 9. Htinn lækkaður í 205° – 210°C, lokið fjarlægt og bakað áfram í 25 – 30 mínútur
 10. Brauðið sett á grind og látið kólna

 

Brauðið látið hefast yfir nótt

 

Verklýsing nr. 3

 

Verklýsing nr. 7 (setja bökunarpappír eða vel af olíu í botninn)

Brauðið bakað

Brauð sem gleymdist að skera í og svo annað með skornum krossi

 


Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*