Smátertur með marsipanhjúp

Smátertur með marsipanhjúp

  • Servings: /Magn: 16 - 20 smátertur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það getur verið skemmtilegt og fallegt að bjóða upp á smátertur í eftirrétt eða í saumaklúbbnum.  Það má undirbúa þær eitthvað áður og geyma í kæli.  Botninn er einfalt að baka en mesta kúnstin er að fletja út hjúpinn og setja smátertuna saman (það má líka kaupa hvítan útflattan hjúp frá Odense).  Ef ekki á að búa til svona margar tertur er allt í lagi að eiga afgang (mín reynsla er sú að svona botn hverfur fljótt ofan í heimilisfólkið).

Hráefni

Botn

  • 4 egg
  • 100 g sykur
  • 100 g hveiti

Samsetning

  • 4 dl rjómi
  • Ber eða ávextir
  • U.þ.b. 500 – 600 g hjúpmarsipan (hef keypt hvítan í Fjarðarkaupum – einnig er hægt að kaupa útflattan hvítan hjúpmarsipan)

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 200°C (blástur)
  2. Egg og sykur hvítþeytt
  3. Hveiti bætt varlega út í (sigta hveitið) – ekki of mikið í einu og hræra varlega saman á milli með sleif
  4. Bökunarpappír settur í ofnskúffu – gott að smyrja pappírinn aðeins með hörðu smjöri
  5. Deiginu dreift yfir pappírinn og bakað í 10 – 12 mínútur – fylgjast með svo að kakan verði ekki of dökk
  6. Kökunni hvolft á annan bökunarpappír – hinn tekinn af og ofnskúffan sett ofan á. Það kemur í veg fyrir að kakan harðni
  7. Hæfilega stórar hringlaga kökur skornar úr botninum (sjá mynd)

Samsetning

  1. Rjómi þeyttur og ávextir skornir í bita.  Einnig má setja heil ber eins og hindber eða bláber
  2. Hjúpmarsipan flatt út – getur verið gott að vigta u.þ.b. 30 – 40 g fyrir hverja köku og fletja út hringlaga
  3. Ég legg útflatta stykkið í skál, set rjóma og nokkra ávexti yfir.  Botninn lagður ofan á og kökunni lokað með marsipanhjúpnum.  Skálinni hvolft í lófann og kakan mótuð með fingrunum (sjá myndir). Gæta verður hreinlætis og þvo hendur reglulega – sumum finnst gott að nota einnota hanska
  4. Skreytt með beri, flórsykri, myntu eða einhverju sem hentar árstímanum

Litlar útgáfur af smátertum með marsipanhjúp

  1. Litlum glösum, staupum eða eggjabikurum raðað saman (sjá mynd). Útflattur marsipanhjúpur lagður yfir glösin og látinn mynda holur í glösunum. Þeyttur rjómi og ber sett ofan í (sjá myndir)
  2. Samsetning svipuð og í stærri tertunum. Staupglas notað til að skera út hæfilega stóra hringi úr botninum og hann lagður yfir rjómann og berið

Geymsla: Kökurnar má geyma óskreyttar inn í kæli yfir nótt – hefur reynst mér best að sleppa því að setja plastfilmu yfir kökurnar.

 

Botn

IMG_7315IMG_7314

Samsetning

IMG_7338

IMG_7332 IMG_7331

IMG_7337 IMG_7336
IMG_7333IMG_7367

Litlar útgáfur af smátertum 

img_7713

img_7712img_7714

img_7709

img_7720

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*