Súkkulaðitrufflubitar með keim af myntu

Súkkulaðitrufflubitar með keim af myntu

  • Servings: Fjöldi:/Magn: 50 stykki - háð stærð bitanna
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Súkkulaðitrufflubita fékk ég í matarboði um daginn og voru þeir með keim af earl grey. Bitarnir voru sérstaklega ljúffengir og fékk ég uppskriftina hjá gestgjafanum. Þar sem mikið er til af ferskri myntu í garðinum ákvað að nota hana í stað telaufana (earl grey).  Trufflurnar mínar voru líka ljúffengar og ekki spillir fyrir að þær geymast vel í kæli.

Hráefni

  • 200 g rjómi
  • 95 g síróp
  • Rúmlega ½ dl fersk myntulauf
  • 250 g 70% súkkulaði – saxað í litla bita
  • 50 g saltlaust smjör – mjúkt
  • Kakó

Verklýsing

  1. Súkkulaði saxað í litla bita og látið bráðna yfir vatnsbaði á vægum hita
  2. Rjómi, síróp og mynta hitað hægt að suðu – mikilvægt að slökkva undir áður en byrjar að sjóða
  3. Súkkulaðibráðin og rjómablandan blandaðar saman – ágætt að nota pískara til að blandan verði slétt og fín
  4. Smjör sett út í – ágætt að skera það í bita
  5. Súkkulaðiblandan sett í brauðform (u.þ.b. 30 x 12) cm með plastfilmu í botninum (sjá mynd) – látið harðna í ísskáp eða frysti
  6. Tekið út og skorið í mátulega stóra bita og velt upp úr kakói

Geymsla

Geymist vel í lokuðu boxi í kæli.

IMG_4754 IMG_4753 IMG_4752IMG_4750

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*