Wokveisla á diskinn minn

Wokveisla a’la Heimir

  • Servings: Réttur gerður fyrir hvern og einn
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin og á Heimir heiðurinn af henni. Góður réttur sem er hægt að undirbúa þannig að einfalt er að elda hann. Hann er vinsæll – bæði hjá börnum og fullorðnum. Fyrirkomulagið er þannig að allt hráefnið er haft tilbúið og hver og einn velur það sem hann vill. Hver diskur lýsir því smekk hvers og eins.

Forvinna

Gott að steikja kjúklinginn áður og skera hann í bita. Gulræturnar má forsjóða áður og einnig núðlurnar.  Jafnvel má undirbúa allt daginn áður.

 

Hráefni

 

Það sem þarf að steikja eða sjóða

  • Núðlur
  • Kjúklingabringur eða kjúklingalundir – kryddað með kjúklingakryddi
  • Gulrætur – skornar í sneiðar

Hugmyndir að því sem er sett hrátt/ferskt á pönnuna

  • Hvítkál – skorið niður
  • Púrrulaukur eða vorlaukur – skorinn í þunnar sneiðar
  • Rauður laukur – skorinn í litla báta
  • Egg
  • Sveppir – skornir í sneiðar
  • Chili – saxað
  • Rækjur
  • Saltaðar Kasjúhnetur

Sósur

  • Sojasósa
  • Sweet Chilli Sauce
  • Supreme Oyster Sauce
  • Sriracha Hot Chilli Sauce (hún er sterk – ræðst af henni hversu sterkur rétturinn verður)

Verklýsing

Undirbúningur

  1. Vatn hitað í potti – þegar suðan er komin upp eru núðlurnar settar ofan í og soðnar í 5 mínútur. Núðlurnar skolaðar/kældar strax með köldu vatni – mikilvægt þar sem þá er minni hætta á að þær klessist saman
  2. Kjúklingabringur steiktar á pönnu – kryddaðar með kjúklingakryddi. Steiktar þar til þær eru steiktar í gegn (u.þ.b. í 15 mínútur) – skornar í bita
  3. Gulrætur skornar í sneiðar – steiktar á pönnu í smá olíu í nokkrar mínútur

 

Steiking

  1. Olía hituð á wokpönnu. Laukur og gulrætur sett á pönnuna – hrært í. Eggi hellt yfir og hrært saman. Hvítkáli bætt við – hrært (sjá myndir)
  2. Kjúklingur settur út í ásamt rækjum (ef þær eru á hráefnalistanum) og öðru hráefni sem valið er í réttinn – hrært
  3. Sósum hellt yfir – smekksatriði hve mikið er notað af þeim. Ágætt að setja sósurnar í tvisvar þ.e. áður og eftir að núðlurnar bætast við – bara minna í hvort skiptið
  4. Núðlur settar á pönnuna í lokin – ágætt að nota klemmu til að losa þær í sundur þannig að þær blandist vel saman við það sem fyrir er á pönnunni
  5. Aðeins af sósum bætt við

 

Meðlæti

Hrísgrjón en alls ekki nauðsynlegt.

Hráefnið gert tilbúið

IMG_4425

Olía hituð, laukur steiktur og síðan gulrætur. Eggi bætt við og hrært vel

FullSizeRender 22

Hvítkáli bætt við ásamt púrrulauk/vorlauk

IMG_4423

Niðurskornir kjúklingabitar ásamt rækjum (má sleppa) sett út í og hrært saman. Sósum bætt við og hrært

IMG_4422

Núðlur settar á pönnuna í lokin – gott að nota klemmu til að losa þær í sundur svo að þær dreifist vel með hinu hráefninu

 

IMG_4420

Hver og einn velur sér hráefni eftir sínum smekk

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*