Pistasíumarengsskeljar með mangómauki og rjóma

Pistasíumarengsskeljar með mangómauki og rjóma

  • Servings: /Magn: 7 - 9 marengsskeljar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er að mestu leyti heimatilbúin – samansett úr uppskriftum úr nokkrum blöðum.

Forvinna

Kosturinn við þennan rétt er að hægt er að forvinna margt og eiga því aðeins eftir að setja hann saman í lokin. Best að baka kökurnar daginn áður eða jafnvel nokkrum dögum áður og útbúa mangómaukið daginn áður. Best að þeyta rjómann samdægurs.

Hráefni

Marengs

  • 70 g pistasíuhnetur
  • 25 g möndlur – afhýddar
  • 150 g flórsykur
  • 3 eggjahvítur

Fylling

  • 100 g frosið mangó
  • U.þ.b. 12 g sykur
  • Rúmlega ½ dl vatn
  • 4 dl rjómi
  • 35 g flórsykur – má sleppa
  • Ber, æt blóm eða mynta til skrauts

Verklýsing

  1. Ofninn stilltur á 110°C (blástur)
  2. Möndlur settar í heitt vatn í nokkra stund og afhýddar (þær má einnig kaupa afhýddar)
  3. Möndlur muldar í matvinnsluvél eða blandara – mulningurinn lagður til hliðar og pistasíuhneturnar muldar. Þær má ekki mylja of lengi –  þá getur mulningurinn orðið klesstur og olíukenndur. Það hefur ekki áhrif á bragðið en áferðin á marengsinum verður ekki eins falleg
  4. Hluti af pistasíumulningnum (ca 20 g) lagður til hliðar
  5. Eggjahvítur þeyttar aðeins og flórsykri bætt við – stífþeytt þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að nokkuð hreyfist
  6. Möndlu- og pistasíumulningnum blandað varlega saman með sleif
  7. Bökunarpappír settur á tvær ofnskúffur eða grindur og 7 – 9 litlar hringlaga kökur mótaðar – ágætt að búa til dæld í miðjuna til að koma fyllingunni betur fyrir
  8. Hluta af pistasíukurlinu stráð yfir kökurnar
  9. Bakað í 1½ klukkustund (má setja báðar grindurnar inn í einu þar sem bakað er á blæstri)
  10. Ágætt að láta kökurnar kólna í ofninum í nokkrar klukkustundir en alls ekki nauðsynlegt

 

Fylling

  1. Frosið mangó sett í pott ásamt vatni og sykri – suðan látin koma upp og látið malla í u.þ.b. 15 mínútur. Maukað í matvinnsluvél eða blandara og kælt
  2. Rjómi og flórsykur stífþeytt og lagt ofan í marengsskeljarnar
  3. Mangómauki dreift yfir.  Einnig má blanda maukinu og rjómanum örlítið saman fyrst og setja síðan ofan í skeljarnar
  4. Skreytt með pistasíumulningi, ætum blómum, berjum eða myntu

Geymsla

Pistasíumarengsskeljarnar geymast ágætlega í nokkra daga. Sama má segja um mangómaukið.

IMG_4098 IMG_4100

IMG_4099

 

IMG_4105

IMG_4107

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*